Átta virk smit meðal Austfirðinga

Átta virk Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi, sem er einu fleira en í gær. Það skýrist af mismunandi skráningu gagna sem nú hefur verið leiðrétt.

Í gær voru smit sjö talsins en eftir uppfærslu Covid.is í morgun voru þau orðin átta.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands segir að þetta hafi breyst eftir að skráning hafi verið leiðrétt eftir heimilisfangi. Átta eru því í einangrun í fjórðungnum með virk smit og 26 í sóttkví.

Aðgerðastjórn áréttar mikilvægi þess að upplýsinga og ráða sé leitað hjá heilbrigðisstarfsfólki við Heilbrigðisstofnun Austurlands, eða læknavaktarinnar í síma 1700 ef veikinda verður vart. Helstu einkenni eru hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Sjaldgæfari einkenni eru skert bragð og lyktarskin. Brýnt er þá að halda sig heima og bíða ráðlegginga, eftir atvikum sýnatöku og niðurstöðu hennar.

Þá vekur aðgerðastjórn athygli á aukningu smita undanfarið og mikilvægi þess að allir hugi að eigin smitvörnum, tveggja metra reglu, handþvotti og sprittnotkun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.