Banaslys í Heiðarenda

Banaslys varð í Heiðarenda, skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Brú skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.


Ökumaður jepplings missti stjórn á bíl sínum þannig hann fór út af veginum í bratta og valt nokkrar veltur.

Ökumaðurinn var kona fædd árið 1955. Hún var ein í bílnum. Hún var úrskurðuð látin á staðnum en sjúkralið og lögregla komu frá Egilsstöðum.

Aðstæður voru erfiðar á slysstað, mikil snjókoma, kóf, blindað og hált í krapanum á veginum.

Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar