Blíðan á Austurlandi er búin í bili

Eftir nokkuð langt tímabil með einmuna veðurblíðu á Austurlandi stefnir nú í hefðbundið íslenskt síðsumarsveður með eins stafs hitatölum og frekar hryssingslegu veðri. Dagurinn í dag verður skaplegur en síðan breytist staðan til hins verra.

 

Á vefsíðu Veðurstofunnar má sjá að á hádegi á morgun verður hitinn á bilinu 3 til 8 stig á Austurlandi og þungskýjað veður.

Sjálf veðurspáin fyrir landið í heild hljóðar upp á norðaustanátt fyrir næstu daga. Á miðvikudag verður norðaustan 5-10 m/s, en heldur hægari norðaustanlands. Dálítil rigning suðvestantil, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast vestanlands.


Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s hvassast við suðausturströndina, en hægari N-lands. Skýjað eða skýjað með köflum. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 16 stig á Suðurvesturlandi.

Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s og skýjað uim landið A-vert og jafnvel dálítil væta austast, en annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.