Einn í sóttkví
Aðeins einn einstaklingur er í sóttkví á Austurlandi þessa stundina. Verið er að semja við Færeyinga um að taka við skimun farþega í Norrænu.Einn einstaklingur er í sóttkví á Austurlandi en mun losna úr henni gangi allt að óskum, samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar svæðisins.
Allir aðrir sem hafa verið í sóttkví eru lausir úr henni, en níu einstaklingar voru settir í hana skömmu fyrir síðustu mánaðamót eftir að upp komu smit á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands tóku í gær sýni úr tæplega 500 farþegum um borð í Norrænu og var því verki lokið áður en ferjan kom til hafnar á Seyðisfirði í gærmorgun.
Í fréttum RÚV í gær sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að verið væru að semja við færeysk yfirvöld að sjá framvegis um skimanir um borð í ferjunni. Það muni létta á íslensku heilbrigðiskerfi.