Einn í viðbót í sóttkví
Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Austurlandi í gær. Tólf einstaklingar eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.Sem fyrr er einn í einangrun vegna virks smits, sem greindist á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.
Einn greindist smitaður við skimun við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Hann fór í mótefnaskimun en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir.
Aðgerðastjórn minnir á upplýsingar um veiruna og viðbrögð við henni sem finna má á www.covid.is, nýrri heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands hsa.is og heimasíðum sveitarfélaga.
Ef einstaklingar finna til einkenna er þeim bent á að hafa samband í síma við sína heilsugæslu til að fá leiðbeiningar. Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við læknavakt fyrir allt landið í síma 1700.