Ekkert á Reykjavíkurflugvelli sem hamlar sjúkraflugi

Braut er opin á Reykjavíkurvelli ef nauðsynlega þarf að lenda þar sjúkraflugi, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Ókyrrð er hins vegar yfir landinu sem veldur því að áætlunarflug liggur niðri.

Bæði RÚV og Vísir birtu síðdegis í dag fréttir um að báðar brautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar vegna hliðarvinda með tilvísun í framkvæmdastjóra Mýflugs sem annast sjúkraflug. Norðaustur-suðvesturbraut vallarins, svokölluð neyðarbraut sem lokað var í sumar, væri hins vegar opin.

Guðni Sigurðsson, upplýsinga fulltrúi Isavia, segir þetta ekki rétt. „Vindurinn núna er þannig að það væri fínt að lenda á austur-vestur brautinni. Það er ekkert á Reykjavíkurflugvelli sem hamlar sjúkraflugi núna. Ef það kæmist í lofið þá er brautin klár.“

Viðvörun er hins vegar í gildi fyrir landið vegna ókyrrðar í lofti og þess vegna var öllu áætlunarflugi aflýst eftir kaffi.

Guðni ítrekar enn fremur að það sé ákvörðun flugstjóra og flugfélags hvort farið sé í loftið. Tæknilega sé teljist völlurinn alltaf opinn til lendinga nema flugvélar séu fastar á honum, skurðir í gegnum flugbrautir eða annað slíkt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.