Ekkert nýtt smit

Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Austurlandi í gær. Tveir einstaklingar í viðbót bættust hins vegar við í sóttkví.


Þetta kemur fram í tölum frá almannavörnum á Covid.is. Alls greindust fjögur ný smit á landsvísu en ekkert þeirra var eystra.

Smitrakningu er lokið vegna smits sem greindist í fjórðungnum á þriðjudag. Einn er í einangrun með virkt smit.

Alls eru ellefu í sóttkví, tveimur fleiri en í gær.

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Einn farþegi hennar greindist jákvæður við landamæraskimun. Hann fer í mótefnamælingu í dag og verður í einangrun uns niðurstöður hennar liggja fyrir.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi er fólk hvatt til að gæta að sóttvörnum vegna fjölgunar smita á landinu síðusut daga. Mikilvægt sé að hver einstaklingur sýni ábyrgð sem aldrei fyrr, haldi í þær persónulegu sóttvarnir sem enn eru við lýði, svo sem tveggja metra regluna, handþvott og spritt. Þá er fólk beðið að vera vakandi fyrir einkennum smita og fara í skimun ef svo svo ber undir.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar