Endurbætur framundan á farsímakerfi Fljótsdalshrepps

Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps segir það ánægjulegt að Neyðarlínan í samstarfi við Landsvirkjun ætli að hefja endurbætur á farsímakerfinu í sveitarfélaginu. „Það er mikið öryggismál fyrir okkur að Neyðarlínan sé í lagi,“ segir Helgi.

Á síðasta fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps var kynnt afrit af bréfi Landsvirkjunar til Neyðarlínunnar um málið. Á fundinum var bókað að sveitarstjórn lýsi ánægju sinni með að Neyðarlínan ásamt Landsvirkjun ætla að hefja endurbætur á farsímakerfinu í sveitarfélaginu.

Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að endurbæturnar verði unnar sem fyrst til að bæta öryggi íbúa, atvinnufyrirtæka, stofnanna og ferðamanna. Sveitarstjóra falið að senda bókun sveitarstjórnar á Landsvirkjun og Neyðarlínuna,“ segir í bókuninni.


Fram kemur í máli Helga að ástandið í þessum málum hafi verið frekar slappt hingað til. Fyrir utan íbúa og fyrirtæki í hreppnum sé ekki síður um mikið öryggismál að ræða fyrir alla þá ferðamenn sem komi á svæðið.


Aðspurður um hvenær þessar endurbætur komist á koppinn segir Helgi að hann voni að það verði fyrir áramótin. „Það er mjög öflugt fólk sem vinnur hjá Landsvirkjun og Neyðarlínunni og ég vona að við þurfum ekki að bíða of lengi eftir þessum endurbótum," segir hann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.