Erum í betri stöðu en margir aðrir

Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segir að þeir séu í betri stöðu en mörg önnur sveitarfélög á landinu, sérstaklega á Suðurnesjunum. Það sé þó samdráttur og fyrirsjáanlegt atvinnuleysi í ferðamannageiranum á Fljótsdalshéraði eins og allsstaðar annarsstaðar.

„Við höfum alveg haldið sjó hingað til,“ segir Björn í samtali við Austurfrétt. Eins og fram hefur komið er talið að sveitarfélögin á landinu skorti um 33 milljarða kr. til að bæta þann tekjumissi sem COVID hefur valdið.

„Ástandið hefur haft áhrif á tekjusteymið hjá okkur en ekki alvarlega hingað til,“ segir Björn. „Við reiknuðum með 5% tekjuaukningu í skatttekjum í ár en hún verður sennilega nær 3 til 4%.“

Fram kemur í máli Björns að það geri ástandið verra að töluvert verður dregið úr framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár miðað við í fyrra. Það bætir ekki stöðuna að sögn hans.

Framundan eru fundir sveitarfélaganna og ríkisstjórnarinnar í þessari viku og þar ættu málin að skýrast eitthvað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.