Fagna breytingum á frumvarpi til fjárlaga

Samband sveitarfélaga á Austurlandi fagnar breytingum sem gerðar voru á frumvarpi til fjárlaga á milli fyrstu og annarrar umræðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í morgun.

Stærsta breytingin milli umræðna er 480 milljóna framlag í veginn í botni Skriðdal sem kallað er „mikilsvert.“

Þá er því fagnað að dreginn er til baka niðurskurður til Náttúrustofu Austurlands og bætt við framlög til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þannig ekki komi til skerðingar á þjónustu.

Þá séu fleiri breytingar í frumvarpinu sem séu jákvæðar fyrir starfsemi stofnana á Austurlandi „Fleiri breytingar í frumvarpinu eru jákvæðar fyrir starfsemi stofnana á Austurlandi, sem munu koma íbúum til góða og er það mikið ánægjuefni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.