Fagridalur opinn

Vegagerðin opnaði veginn yfir Fagradal klukkan rúmlega ellefu en honum var lokað í morgun vegna ófærðar og vonskuveðurs. Víða er illfært á Austurlandi.


Í tilkynningu Vegagerðarinnar er varað við því að þótt vegurinn hafi verið opnaður sé þar áfram mjög erfitt ferðaveður.

Lokaði hefur verið í morgun frá Djúpavogi að Þvottá. Vindviða upp á 60 m/s mældist í Hamarsfirði um hálf átta í morgun. Vind hefur síðan lægt þar sem víðar á Austurlandi.

Ófært er yfir Möðrudalsöræfi, til Vopnafjarðar úr austri og til Borgarfjarðar. Þæfingur er er í Norðfirði. Þungfært er yfir Fjarðarheiði. Víða á Austurlandi er skafrenningur eða stórhríð samkvæmt kortum Vegagerðarinnar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.