Fangelsi fyrir að stela grillkolum og kveikja í á Söluskálaplaninu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann um þrítugt í 60 daga fangelsi fyrir þjófnað. Viðkomandi á að baki fjölda sambærilega afbrota víða um land.


Maðurinn er dæmdur fyrir þrjú brot í miðbæ Egilsstaða í byrjun september 2014. Hann stal 25 þúsund krónum í skiptimynt af veitingastað og 110 þúsund úr afgreiðslukassa á öldurhúsi. Í bæði skiptin braust hann inn um glugga.

Þá er hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í ólæstan skáp við Söluskálann, stolið þaðan þremur pokum af grillkolum og tveimur brúsum af grillvökva. Þessu kveikti hann í við félagi við aðra á planinu.

Þá var hann einnig ákærður fyrri að hafa hafa pantað sér gistingu, veitingar og þjónustu á Hótel Héraði en laumast út af hótelinu um neyðarútgang en sá ákæruliður var felldur niður áður en dæmt var í málinu.

Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunar-, fíkniefna-, og umferðarlagabrota. Í ljósi sakaferils hans kom ekki til greina að skilorðsbinda refsinguna.

Maðurinn játaði þrjá ákæruliði greiðlega og var samvinnuþýður við rannsókn málsins. Að auki þarf hann að greiða rúmar 190 þúsund krónur í sakarkostnað.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.