Finnsk verðlaunaskúta í eigu þýsks auðjöfurs á Austfjörðum
Finnska skútan Hetarios hefur undanfarna daga siglt um Austfirði. Skútan er í eigu þýska auðjöfursins Otto Happel og skráð með heimahöfn á Caymann-eyjum. Hún hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun.Hetarios kom til Seyðisfjarðar í gærdag frá Djúpavogi þar sem hún hefur verið í nokkra daga. Hún lét úr höfn á Seyðisfirði í morgun. Um borð er tveir farþegar og tíu manna höfn. Skútan er leigð út megnið af árinu en hún getur tekið allt að 12 farþega.
Rúnar Gunnarsson hafnarvörður á Seyðisfirði segir að farþegarnir um borð hafi verið þýskir en hann kann ekki frekari deili á þeim.
Otto Happel, sem kominn er yfir sjötugt, býr í Luzern í Sviss og er hann á lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins. Hann er verkfræðingur að mennt og átti GEA Group sem framleiðir meðal annars bruggtæki og önnur tæki fyrir drykkjarvöruiðnaðinn. Auðæfi hans í fyrra voru metin á yfir 3 milljarða dollara eða nokkuð yfir 400 milljarða króna.
Hetarios, sem er tæplega 67 metrar að lengd, er byggð í finnsku skipasmíðastöðinni Baltic Yachts í bænum Pietarsaari (Jakobstad) árið 2012. Sem fyrr segir hefur hún hlotið verðlaun fyrir hönnum Þannig hlaut hún m.a. World Superyachts Awards verðlaunin árið sem hún var byggð.
Mynd: Ómar Bogason