Fiskimjöli fyrir vel yfir milljarð króna skipað út

Um helgina og þar til í gærdag var skipað út rúmum 4900 tonnum af fiskimjöli frá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Verðmætið nam vel yfir milljarði kr.

Fjallað er um málið á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að alls lestuðu þrjú skip mjölið þessa daga. Fyrsta skipið, Hav Scandic, lestaði 750 tonn í Neskaupstað og 520 tonn á Seyðisfirði. Annað skipið, Saxum, lestaði 2450  tonn í Neskaupstað og hið þriðja, Havfragt, lestaði rúm 1200 tonn á Seyðisfirði.

Að sögn Hafþórs Eiríkssonar, verksmiðjustjóra í Neskaupstað, er það ekki algengt að svona miklu magni af mjöli sé skipað út á jafn skömmum tíma, en verðmæti mjölsins sem þessi þrjú skip sóttu er um 1,3 milljarður króna.

Mynd: Jón Már Jónsson/SVN

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.