Fjarðalistinn og Framsókn láta reyna á viðræður

Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn sem bauð fram með liðsstyrk óháðra ætla að láta reyna á myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Þetta staðfestir Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, í samtali við Austurfrétt.

„Við ræddum við hin framboðin aftur í gær og niðurstaðan að því loknu var ákveðið að láta reyna á viðræður við Framsókn,“ segir Eydís. Niðurstöður fundanna í gær voru kynntar fyrir lykilfólki Fjarðalistans í morgun þar sem tekin var ákvörðun um næstu skref. Fyrirhugað er að fulltrúar listanna tveggja hittist síðar í dag.

Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu síðast meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar árin 2002-2010, en árið 2006 sameinaðist það Austurbyggð undir merkjum Fjarðabyggðar. Framsóknarflokkurinn hefur síðan verið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum en sá meirihluti féll í kosningunum um síðustu helgi. Fjarðalistinn fékk þar fjóra fulltrúa og komst þar með í lykilstöðu við myndun meirihluta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar