Flutningabíll með spilliefni í vandræðum á Jökuldal

Slökkvilið Fljótsdalshéraðs ásamt fleiri viðbragðsaðilum var kallað út um hádegisbilið eftir að vörubíll með spilliefnum lenti í vandræðum neðan við bæinn Hjarðargrund á Jökuldal.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem vegkantur hafi gefið sig þannig að bíllinn fór út af og tankur sem hann var með í eftirdragi valt.

Ráðstafanir voru gerðar vegna spilliefna í tankinum til að tryggja vettvanginn. Búast má við einhverjum umferðartöfum vegna vinnu á staðnum fram eftir degi.

Helstu útköll lögreglu það sem af er viku hafa tengst snjókomu og ófærð. Ferðalöngum á Öxi og Fjarðarheiði var fylgt til byggða í gær.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar