Formaður Sögufélags Austurlands segir nafnið Múlaþing villandi

Sigurjón Bjarnason formaður Sögufélags Austurlands segir að sínu viti væri í besta falli villandi og í versta falli ókurteisi gagnvart þeim sem búa utan hins nýja sveitarfélags, en innan hins eiginlega Múlaþings, að nefna hið nýstofnaða sveitarfélag þessu nafni. Þetta kemur fram í erindi sem Sigurjón sendi sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjaðarkaupstað, Dúpavogshreppi og Borgarfjarðarhreppi.

Eins og allir innan fyrrgreindra sveitarfélaga vita var ákveðið með íbúakosningu þann 27. júní s.l. að hið nýja sveitarfélag myndi heita Múlaþing. Sigurjón hefur ýmsar athugasemdir við þetta nafn.

Í upphafi erindi hans segir að hugtakið Múlaþing sé frá fornu fari skilgreint sem heiti á svæði sem er mun stærra en hið nýja sveitarfélag, það er Múlasýslur báðar. Má búast við að svo verði áfram og því villandi að láta hið nýja sveitarfélag heita sama nafni og svæði sem nær yfir fleiri sveitarfélög.

Þá bendir Sigurjón á að rit Sögufélagsins, Múlaþing, hafi komið út frá árinu 1966 og ætíð fjallað um Austurland í heild sinni... „Álitamál getur verið hvort að ritið geti haldið nafni sínu eftir að nýtt sveitarfélag með þrengri merkingu hefur hlotið sama nafn.“ segir í erindinu.

Tveir aðrir punktar sem Sigurjón nefnir eru að ýmsar aðrar stofnanir og samtök hafa kennt starfssvæði sín við Múlaþing í núgildandi merkingu orðsins. Í reglum þeirra væri nauðsynlegt að breyta orðalagi ef hið nýja sveitarfélag tekur upp þetta nafn og að nafnval þetta gæti truflað samstarf sveitarfélaga innan hins forna Múlaþings. Það er þegar eitt þeirra hefur tekið sér nafnið Múlaþing án samráðs við önnur sveitarfélög á Austurlandi.

Í lok erindisins segir: „Að mínu viti væri í besta falli villandi og í versta falli ókurteisi gagnvart þeim sem búa utan hins nýja sveitarfélags, en innan hins eiginlega Múlaþings, að nefna hið nýstofnaða sveitarfélag þessu nafni. Með vísan til þess og í ljósi ofantalinna athugasemda leyfi ég mér að krefjast þess að sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags velji því annað nafn en það sem hlaut brautargengi í fyrrnefndri kosningu.“

A nýlegum fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshérðas var bókað: Lagt fram erindi frá Sigurjóni Bjarnasyni, sem hann sendi á sveitarfélögin fjögur. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.