Frumsköpunarkrafturinn kitlaður

„Á námskeiðunum eru þátttakendur leiddir inn í tónlistariðkun á þeirra eigin forsendum. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðin sem henta öllum áhugasömum og engar kröfur eru gerðar um grunnþekkingu í tónlist. Við hvetjum þátttakendur til að koma með sín eigin hljóðfæri af öllu tagi,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar, um námskeið í spuna og skapandi ferli verður heldið í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði næsta sunnudag.


Er þetta annað námskeið af tveimur, en það fyrra var síðustu helgi. Námskeiðið er hugsað fyrir ungmenni á aldrinum 10-13 ára, en það er þó aðeins til viðmiðunar. Leiðbeinandi á þessu seinna námskeiði en Jón Hilmar Kárason. Námskeiðin eru samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvarinnar og Finnum taktinn!, verkefni sem Íbúasamtök Eskifjarðar standa fyrir með það að markmiði að stuðla að aukinni tónlistariðkun í samfélaginu og að færa samfélagið nær Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.

 

Sunnudagur 18. nóvember kl. 13:00 — 17:00 (10—13 ára)

Jón Hilmar leiðir hópinn í tali og tónum gegnum spuna, sóló og framkomu á sviði. Það getur verið ógnvænlegt að spila fyrir framan annað fólk og sviðshræðsla er eitthvað sem allir verða að takast á við. Ath: Aldurstakmark er aðeins til viðmiðunar.

 

Ákall samfélagsins
Karna segir hugmyndina hafa sprottið upp úr samtali milli Íbúasamtaka Eskifjarðar og Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar. „Það er vilji samfélagsins að Tónlistarmiðstöðin eignist stærri sess í okkar daglega lífi þannig að segja má að þetta sé ákall samfélagsins á Eskifirði um að eiga meiri hlutdeild í miðstöðinni.“

Með þessu viljum við stuðla að tónlistariðkun í samfélaginu og námskeiðin eru til þess að styrkja trú fólks á því að það geti iðkað tónlist sjálft. Tónlistarnám er mikilvægt fyrir þroska barna og því er nauðsynlegt að þau uppgötvi hjá sjálfum sér að þau geti samið og spilað. Best er að þau finni hjá sjálfum sér að þau vilji læra meira. Við erum að kitla frumsköpunarkraftinn hjá þessum frábæru krökkum.“






Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.