Fullmannað í sláturhúsinu á Vopnafirði í haust

Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að starfsemin hjá þeim sé fullmönnuð fyrir sláturtíðina sem hefst nú um mánaðarmótin. Starfsmenn streyma til landsins þessa dagana.

„Það eina sem getur sett mannahaldið úr skorðun er ef landamærunum verður lokað alveg eða flugferðum verði aflýst,“ segir Skúli í samtali við Austurfrétt. „Mesta áhættan er að flugferðum verði aflýst.“

Alls munu 45 manns vinna í sláturtíðinni á Vopnafirði og þar af eru um 30 erlendir starfsmenn. Skúli segir að þeir komi að mestu frá Austur-Evrópu.

„Við byrjuðum að auglýsa eftir fólki strax í vor og það hefur gengið mjög vel að fá fólk til starfa, það er erlenda starfsmenn. Íslendingar hafa minni áhuga á að vinna þessa vinnu,“ segir hann.

Að sögn Skúla er áætlað að slátra rúmlega 30.000 fjár hjá sláturfélaginu þetta haustið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar