Hálslón á yfirfall

Vatn byrjaði að renna um yfirfall Hálslóns á laugardag og niður farveg Jökulsár á Dal á laugardag. Áin er þar með heldur fyrr á yfirfalli en undanfarin ár.

Þetta kemur fram í vöktunartölum frá Landsvirkjun. Vatnið fer á yfirfall þegar yfirborð lónsins fer í 625 metra hæð og myndast þá fossinn hverfandi.

Í meðalári er gert ráð fyrir að áin fari á yfirfallið um mánaðarmótin ágúst/september og er því heldur fyrr á ferðinni nú. Ekki var þó útlit fyrir það framan af sumri.

Eftir þurran júnímánuð og fremur kaldan fyrri helming júlí var vatnsyfirborðið langt undir meðaltalinu. Rigningar í lok júlí og mikil hlýindi í ágúst snéru taflinu við. Áin er hins vegar mun síðar á yfirfalli heldur en síðustu tvö þegar hún byrjaði að renna um það um verslunarmannahelgi. Það var óvenju snemmt.

Jökulvatnið úr lóninu hefur töluverð áhrif á lit og vatnsmagn í farvegi Jökulsár á Dal. Reikna má því með að laxveiðitímabilinu í ánni sé lokið.

Þá eykst rennsli og vatnshæð í Stuðlagili þannig að ferðamenn þurfa að vera varkárari þar og með öllu tekið fyrir sundspretti þar. Ásýnd gilsins breytist einnig með gráleitu jökulvatninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.