Heldur fækkar í sóttkví

Sex einstaklingar eru í einangrun á Austurlandi vegna virks Covid-19 smits. Tuttugu og tveir eru í sóttkví og hefur þeim heldur fækkað síðustu daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands. Lögregla hefur til rannsóknar meint sóttkvíarbrot þar sem einstaklingur fór af dvalarstað án heimildar í síðustu viku.

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun með um 160 farþega. Þeir fóru allir í sýnatöku um borð og ættu niðurstöður að liggja fyrir innan sólarhrings. Þeirra bíður nú fimm daga sóttkví og sýnataka í kjölfarið í samræmi við sóttvarnarreglur.

Tveir voru smitaðir um borð sem fóru í sýnatöku hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands til mótefnamælingar. Þeir voru í einangrun um borð og verða áfram í einangrun að minnsta kosti þar til niðurstaða mótefnamælingar liggur fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.