Hreindýrakvótinn aldrei verið meiri

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að auka hreindýraveiðikvóta ársins um 135 dýr, eða rúm 10% frá síðasta ári. Eftir því sem næst verður komist er þetta stærsti veiðikvóti sem leyfður verið verið.

Alls er heimilt að veiða 1450 dýr, 1061 kú og 389 tarfa sem er 10% aukning frá í fyrra eða um 135 dýr. Í fyrra var leyft að veiða 1300 dýr en 1412 árið 2015. Árin áður hafði kvótinn aukist jafnt og þétt.

Aukningin er fyrst og fremst í kúm, heimilt var að veiða 848 kýr í fyrra. Á sama tíma fækkar tarfaleyfunum sem voru 452 í fyrra.

Uppistaðan er aukning á svæði 2, innri hluta Fljótsdalshéraðs. Þar er heimilt að veiða 356 kýr samanborið við 90 í fyrra. Á sama tíma fækkar leyfunum umtalsvert á svæðum 5 og 7 sem eru nyrðri hluti Fjarðabyggðar og Djúpavogshreppur. Á síðarnefnda svæðinu fækkar tarfaleyfunum einnig umtalsvert.

Kvótinn í Djúpavogshreppi meira en tvöfaldaðist milli árana 2012 og 2013, fór úr 187 dýrum í 427 á sama tíma og hann snarminnkaði á svæði 2. Miðað við kvótann í ár er sú breyting gengin til baka.

Veiðitími tarfa hefur undanfarin ár verið frá 15. júlí til 15. september en veiðitími kúanna frá 1. ágúst til 20. september. Heimilt er að veiða allt að 40 dýr af kvótanum sem úthlutaður er í Lóni og Nesjum í nóvember.

Opnað verður fyrir umsóknir á næstu dögum en sótt er um rafrænt.

Hreindýrakvótinn 2018

Svæði Kýr Tarfar Alls
1 200 84 284
2 356 64 420
3 60 20 80
4 29 30 59
5 53 46 99
6 81 73 154
7 155 30 185
8 83 22 105
9 44 20 64
Alls 1061 389 1450

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.