Íbúafundur um framkvæmdir á Seyðisfirði

Haldinn verður upplýsingafundur um framkvæmdir á Seyðisfirði fyrir íbúa staðarins í dag.

Á fundinum verða kynntar tillögur að frágangi útveggja við félagsheimilið Herðubreið og gefst gestum tækifæri á að segja álit sitt á þeim.

Rætt verður um færslu húsa af hættusvæðum og farið yfir stöðu íbúðabygginga þar sem áður var íþróttavöllur við Garðarsveg.

Fundurinn hefst klukkan 17:00 og fer fram í gegnum fjarfund. Farið er inn á hann í gegnum heimasíðu Múlaþings.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir fyrir fund og meðan honum stendur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.