Ingibjörg efst hjá Framsókn

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar og bæjarfulltrúi varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún hafði betur í baráttu um oddvitasætið við Líneik Önnu Sævarsdóttir, þingmann frá Fáskrúðsfirði sem varð önnur.

Valið var með póstkosningu sem stóð allan marsmánuð en atkvæði voru loks talin á Akureyri í dag. Kosið var um sex efstu sætin og varð Líneik eini Austfirðingurinn í sex efstu sætunum.

Tíu buðu sig fram, meðal annars Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari flokksins og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur á Egilsstöðum.

Á kjörskrá voru 2.207 manns, 1305 atkvæði bárust en af þeim voru 1158 gild. 74 atkvæði voru ógild þar sem þau voru ekki stimpluð með dagsetningu af póstþjónustu. Þau dreifðust hins vegar um kjördæmið, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns kjörstjórnar.

Úrslit sex efstu sætanna urðu sem hér segir:

1. sæti: Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, 612 atkvæði í 1. sæti
2. sæti: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði, 529 atkvæði í 1. – 2. sæti.
3. sæti: Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi Grýtubakkahreppi, 741 atkvæði í 1. – 3. sæti.
4. sæti: Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, 578 atkvæði í 1. – 4. sæti.
5. sæti: Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri, 547 atkvæði í 1. – 5. sæti.
6. sæti: Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi, 496 atkvæði í 1. – 6. sæti.

Aðrir frambjóðendur voru: Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður Raufarhöfn, og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.