Kynna nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í Fljótsdal

Auglýsing um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir nýrri íbúðabyggð í landi Hamborgar í Fljótsdal hefur verið birt og er skipulagsbreytingin nú til umsagnar og vinnslu hjá Skipulagsstofnun.

Sveitarfélagið hefur um nokkurra ára skeið horft til þess að skipuleggja land undir fyrsta þéttbýlið í hreppnum en það afleiðing af vaxandi eftirspurn fólks sem hefur áhuga á að setjast að í dalnum. Aukin eftirspurn tengist aftur sívaxandi atvinnustarfsemi á svæðinu eins og í ferðaþjónustu, orkuvinnslu og úrvinnslu skógarafurða.

Samkvæmt tillögunni skal byggðin rísa í landi Hamborgar við gatnamót Norðurdalsvegar og Fljótsdalsvegar eins og sést á meðfylgjandi loftmynd en byggðin skal rísa á 9,3 hektara svæði innan rauðmerkta svæðisins.

Tuttugu og þrjár lóðir alls

Alls gerir tillagan ráð fyrir átján einbýlishúsalóðum, þremur parhúsalóðum og tveimur frístundalóðum og þrjú bílastæði skulu vera við hverja og eina lóð. Þá gerir tillagan ennfremur ráð fyrir að hægt verði að byggja skemmu eða hesthús fjórum af þeim lóðum sem í boði verða. Þá skal og byggja samveitu fyrir skólp frá svæðinu.

Aðeins ein umsögn um nýja skipulagið hefur birst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar að svo stöddu. Sú er frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands sem gerir kröfu um að gerð verði úttekt á hvort næsta vatnsból úr borholu við Skriðuklaustur þoli aukið álag nýrrar byggðar. Ganga verði úr skugga um það síðar í ferlinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar