Leitað að rjúpnaskyttu á Héraði

Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu á Héraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn af stað með sporhunda á leitarsvæðið.


Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld og fyrstu leitarmenn voru komnir af stað skömmu síðar. Óskað var eftir leit þegar skyttan skilaði sér ekki til byggða fyrir myrkur.

Maðurinn fór upp frá sumarhúsabyggðinni á Einarsstöðum. Leitarsvæðið er töluvert snúið yfirferðar og allnokkurt skóglendi.

Uppfært 00:30

Þyrlan er lent á Egilsstöðum og leit heldur áfram inn í nóttina. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að fá ferska fætur í fyrramálið verði maðurinn ekki fundinn þá.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar