Listaverkið Stýrishús-Brú sett upp til eins árs

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að listaverkið Stýrishús-Brú verði sett upp til eins árs á lóðinni Austurvegur 17B. Umrædd lóð tilheyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

Það var Monika Frycová sem sótti um leyfi til að setja upp listaverkið á lóðinni. Bæjarráð vísaði erindinu til Umhverfisnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Í fundargerð segir m.a. að nefndin taki vel í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti að listaverkið verði sett upp á lóðinni og að leyfið gildi til eins árs. Ennfremur segir að nefndin mælist til þess að frágangur verði með þeim hætti að slysahætta skapist ekki af listaverkinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar