Lögreglan hvetur ferðaþjónustuaðila til að leiðbeina ferðamönnum

Lögreglan á Austurlandi beinir því til ferðaþjónustuaðila að aðstoða erlenda ferðamenn til að leita upplýsingar um færð og veður. Flest útköll lögreglunnar undanfarnar tvær vikur hafa tengst ófærð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að aðstoðarbeiðnir hafi verið fyrirferðamestar og ferðamenn lent í töluverðum vandræðum bæði á fjallvegum og láglendi.

Þá hafi borið á því að lokanir fjallvega hafi ekki verið virtar og þurft aðstoð björgunarsveita og annarra til að ná fólki og farartækjum þaðan aftur. Í fréttum hefur verið sagt frá ferðamönnum sem lögðu á Breiðdalsheiði þrátt fyrir lokunarskilti á jóladag.

Brýnt er fyrir fólki að kanna vel veðurspá og færð á vegum áður en farið er í ferðalög.

Þá beinir lögreglan því til foreldra og forráðamanna að hafa í huga útivistartíma barna og unglinga auk þess að brýna fyrir þeim aðgát í umgengni við flugelda.

Af öðrum verkefnum lögreglunnar er nefnt að tveir ökumenn hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.