Maður fórst í eldsvoða á Héraði

Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á Fljótsdalshéraði í gær. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hinn látna.

Slökkvilið var kallað að bænum rétt fyrir hádegi í gær. Íbúðarhúsið var þá alelda og fannst maðurinn þar látinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi þarf kennslanefnd ríkislögreglustjóra að staðfesta hver maðurinn er en miklar líkur eru taldar á að hann sé íbúi hússins. Árangurslaus leit var gerð að honum í gær.

Ekki er á þessari stundu hægt að upplýsa um nafn mannsins.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór austur og rannsakar vettvang brunans ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar