Makrílaflinn kominn yfir 100.000 tonn

Vel hefur gengið á makrílveiðunum núna seinnipart sumars. Er aflinn kominn í tæp 110.000 tonn og er því búið að veiða um 2/3 hluta kvótans.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ef svo haldi sem horfi með veiðarnar séu góðar líkur á að megnið af kvótanum náist í haust. „Ég er hóflega bjartsýnn á að við náum að veiða kvótann,“ segir Gunnþór.

Það fer að styttast í lok makrílveiðanna en á undanförnum árum hefur þeim lokið um eða uppúr miðjum september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.