Makrílaflinn kominn yfir 100.000 tonn
Vel hefur gengið á makrílveiðunum núna seinnipart sumars. Er aflinn kominn í tæp 110.000 tonn og er því búið að veiða um 2/3 hluta kvótans.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ef svo haldi sem horfi með veiðarnar séu góðar líkur á að megnið af kvótanum náist í haust. „Ég er hóflega bjartsýnn á að við náum að veiða kvótann,“ segir Gunnþór.
Það fer að styttast í lok makrílveiðanna en á undanförnum árum hefur þeim lokið um eða uppúr miðjum september.