Málefnasamningur tilbúinn í Fjarðabyggð

Viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð er lokið. Málefnasamningur verður lagður fyrir flokksfélög í kvöld og, ef þau gefa samþykki sitt, undirritaður á morgun.

„Viðræðurnar hafa gengið ágætlega. Það hefur verið farið ítarlega yfir þau mál sem við sjáum fyrir okkur út kjörtímabilið,“ segir Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks.

Tæpar þrjár vikur eru síðan flokkurinn sleit meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann eftir að klofningur varð á bæjarstjórnarfundi í atkvæðagreiðslu um fræðslumál.

Vinnu við gerð málaefnasamnings er nú lokið. Hann verður lagður fram í kvöld á fundum flokksfélaganna. Búið er að boða til fundar í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfélagi Fjarðabyggðar í kvöld.

Málefnasamningurinn verður kynntur þar og borinn upp til samþykktar. Gangi það eftir verður hann undirritaður á morgun og haldinn bæjarstjórnarfundur til að skipa í ráð og nefndir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar