Meiri makríll fyrir austan landið en í fyrra

Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er meira en sumarið 2020 en mun minna en áratuginn þar á undan. Makríll hefur áberandi meiri útbreiðslu fyrir austan landið en sumarið 2020 en þéttleikinn er lítill.


Þetta kemur fram á vefsíðu Hafrannsóknarastofunnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í höfn eftir að hafa lokið þátttöku í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí.

Í leiðangrinum var farið í kringum landið. Það voru teknar 64 togstöðvar og sigldar voru um 4300 sjómílur eða 8 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á flestum togstöðvum.

„Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Líkt og undanfarin ár veiddist norsk-íslensk vorgotssíld á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssílds veiddist á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið,“ segir m.a. á vefsíðunni.

„Gögn frá skipunum fimm sem taka þátt í leiðangrinum verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður þeirrar vinnu síðan kynntar í lok ágúst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.