Metfjöldi þreytti ríkisborgarapróf á Egilsstöðum

Tæplega 30 erlendir einstaklingar búsettir á Austurlandi þreyttu svokallað ríkisborgarapróf í íslensku á Egilsstöðum í gær en fjöldinn aldrei verið meiri.

Hópurinn sem prófið tók að þessu sinni svo stór að Austurbrú, sem heldur utan um verkefnið í fjórðungnum í samvinnu við málaskólann Mími, þurfti að skipta hópnum niður í tvennt; fyrir hádegi og aftur eftir hádegi.

Úrsúla Manda Ármannsdóttir, hefur haft umsjón með íslenskukennslu fyrir erlendra ríkisborgara fyrir hönd Austurbrúar um nokkurra ára skeið og segir afar ánægjulegt hversu margir hafi ákveðið að þeyta ríkisborgaraprófið sem er í grunninn aðeins íslenskupróf.

„Prófið snýst um hlustun, skilning og er skriflegt líka og það er í raun aðeins opið þeim erlendu einstaklingum sem hafa verið með búsetu hér á landi að lágmarki í sjö ár. Þetta próf er haldið einu sinni árlega á Austurlandi en tvisvar á ári á Akureyri og í Reykjavik. Í kjölfarið fá þátttakendur svo að vita hvort þeir hafi staðist það og fá í kjölfarið formlegan ríkisborgararrétt í landinu. Það ferli getur þó tekið þetta fjórar til sex vikur.“

Mikil fjölgun

Austurbrú hefur um hríð boðið erlendu fólki upp á íslenskukennslu í flestum byggðakjörnum Austurlands og aðsókn verið með ágætum síðustu árin enda hefur erlendum ríkisborgurum sem búa og starfa hér um slóðir fjölgað tiltölulega mikið og hratt hin síðustu ár. Til marks um það var hlutfall þeirra á Austurlandi 2019 alls 12% skráðra íbúa en í lok síðasta árs, fjórum árum síðar, var hlutfallið komið í 18,2% samkvæmt gögnum Þjóðskrár.

Íslenska verður seint talið einfalt tungumál að læra en á hverju ári leggur fjöldi erlendra einstaklinga stund á málið. Hér er hópur þeirra að æfa sig saman í Neskaupstað. Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.