Matarmót Austurlands þótti takast afar vel

 „Allt hefur tekist eins og best varð á kosið og það var almenn ánægja allra sem að komu með hvernig gekk,“ segir Signý Ormarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú, en stofnunin sá um fyrsta Matarmót Austurlands um helgina.

Tæplega 30 framleiðendur komu saman opnunardaginn í Valaskjálf á Egilsstöðum á föstudaginn var en þar voru smáframleiðendur víðs vegar að úr fjórðungnum að kynna vörur sínar fyrir hugsanlegum kaupendum. Nokkur viðskipti áttu sér stað og mörg ný viðskiptasambönd sköpuðust.

„Það var einmitt hugmyndin með þessu Matarmóti að koma á tengingum milli smærri aðila sem hafa jafnvel takmarkaða fjármuni til að koma sér á framfæri til að hitta áhugasama stórkaupendur eins og verslanir, hótel og gististaði. Það var nokkuð um viðskipti hef ég heyrt, ýmis sambönd komin á og allir sem þátt tóku mjög ánægðir með árangurinn.“

Aðspurð sagði Signý óljóst hvort framhald yrði á slíku matarmóti en með tilliti til góðs árangur nú sé sannarlega ástæða til að reyna aftur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.