Mjög strangir verkferlar virkjaðir við COVID smit í Norrænu

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að mjög strangir verkferlar séu virkjaðir ef COVID smit finnst í ferjunni. Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði í dag. Tveir af farþegum ferjunnar eru með COVID og eru í einangrun um borð.

„Það er gífurlega mikilvægt að hafa skimanir í Hirsthals við innritun áður en farþegar fara um borð þar sem við vitum einungis nokkrum tímum eftir að skipið leggur úr höfn hvort einhver er með smit.  Þá er hægt að grípa strax í þá verkferla að einangra viðkomandi og fara í smitrakningu um borð,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. 

Linda segir ennfremur að þeir smituðu fara svo ekki frá skipinu fyrr en allir aðrir gestir eru farnir frá borði og fá með sér nesti til að tryggja að viðkomandi þurfi ekki að stoppa á veitingastað eða í sjoppu á leið til þess staðar sem þeir fara í einangrun.

Um er að ræða fyrstu ferð Norrænu samkvæmt vetraráætlun og eru 162 farþegar um borð.

Mynd: SFK

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.