Nærmyndirnar breyta leikritinu í kvikmynd

Leikritið Með gull í tönn, sem sett var upp hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í kvöld, verður sýnt í kvikmyndaútgáfu í kvöld. Leikstjórinn segir það búa til aukna dramatík að fara með tökuvélina upp að leikurunum.

„Ég þurfti að fara upp á svið til að taka yfir axlirnar á leikurunum, safna nærmyndum til að ná tilfinningunni.

Nærmyndirnar breyta öllu. Þá er þetta ekki lengur lengur leikrit heldur kvikmynd. Það verður miklu meiri dramatík í öllu,“ segir Ásgeir Hvítaskáld.

Hann skrifaði verkið á sínum tíma, leikstýrði og tók það upp. Ásgeir hefur einkum fengist við kvikmyndagerð í gegnum tíðina en kaus þarna að spreyta sig í leikhúsinu.

Með gull í tönn er gamanleikrit sem segir frá Ása, öldnum hrossabónda í Hjaltastaðaþinghá sem flestir telja að sé dauðvona. Allir vita að einhvers staðar er falinn fjársjóður á bænum en enginn veit hvar.

Í ljós kemur að fjársjóðurinn er falinn í tanngarði gamla mannsins en þar sem tennur erfast ekki og því þarf að rífa tennurnar úr gamla manninum áður en hann deyr. Margir gera sér vonir um gullið svo úr verður mikið fjölskylduuppgjör og þá kemur í ljós að sá gamli er ekki dauður úr öllum æðum.

Ásgeir segist stoltur af leikurunum í verkinu og hafa viljað varðveita leik þeirra. Þess vegna hafi hann tekið verið upp svo nú er orðið úr bíóleikrit.

Verkið verður sýnt á Feita fílnum í Valaskjálf í kvöld. Aðgangur er ókeypis og hefst sýningin klukkan 20:00.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.