Nauðsynlegt að loka réttum fyrir almenningi

Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að það hafi verið talið nauðsynlegt að loka réttum í haust fyrir almenningi vegna COVID. Guðfinna er bóndi á bænum Straumi í Hróarstunguhreppi.

Guðfinna segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sóttvarnaryfirvöld og sveitarfélög landsins. „Við vorum einnig með fulltrúa í þeim hóp sem vann vinnureglurnar sem nú hafa verið birtar. Þetta var eitthvað sem við urðum að gera,“ segir hún.

Fram kemur í máli Guðfinnu að sökum þessa muni verða allt annað yfirbragð á réttum hér Austanlands og um allt land í haust.
„En við verðum bara að búa við þetta ástand að sinni,“ segir Guðfinna. „Vonandi verður svo allt með hefðbundum hætti næsta haust."

Fyrstu réttir Austanlands verða í Teigsrétt í Vopnafirði þann 6. september n.k. Síðan er áformað að rétta í Melarétt í Fljótsdal þann 12. september. Ekki liggja fyrir dagsetningar á réttum í Ormstaðarétt í Fellum og Seyðisfjarðarrétt.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar