Njáll Trausti oftast strikaður út

Njáll Trausti Friðbertsson var sá frambjóðandi í Norðausturkjördæmi sem oftast var strikaður út af kjósendum. Útstrikanir voru hvergi nærri margar til að hafa áhrif á röð frambjóðenda.

Reglur um útstrikanir og breytta röð frambjóðenda eru ekki einfaldar en þumalfingurreglan er að fjórðungur kjósenda ákveðins lista þurfi að strika yfir nafn frambjóðanda til að það hafi áhrif á röðun listans.

Njáll Trausti hlaut alls 55 útstrikanir sem eru tæplega 1,3% þeirra sem alls kusu Sjálfstæðisflokksins. Útstrikanirnar komust því hvergi nærri að hafa áhrif á röðina.

Næst flestar útstrikanir fékk Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti Framsóknarflokks, 28. Þó strikuðu aðeins 0,6% kjósenda listans yfir hennar nafn.

Næst flestar útstrikanir hlutfallslega fékk Anna Kolbrún Árnadóttir, í öðru sæti Miðflokksins, 29 alls eða 1,4%. Þrír aðrir frambjóðendur komust yfir 1% hlutfallið. 1,1% eða 28 kjósendur strikuðu yfir Hildi Jönu Gísladóttur í öðru sæti hjá Samfylkingunni og sama hlutfall, eða 22 kjósendur strikaði yfir nafn Jakobs Frímanns Magnússonar, oddvita Flokks fólksins.

Jafn margir kjósendur, eða 1%, strikaði yfir nafn Þorgríms Sigurðssonar sem var í þriðja sæti Miðflokksins. Þá strikuðu 30 kjósendur, eða 0,98% yfir nafn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, oddvita VG.

Alls voru breytingar í kjördæminu 339 talsins. Tólf frambjóðendur fengu fleiri en tíu breytingar. Auk þeirra sem þegar hafa verið taldir upp voru það:

Líneik Anna Sævarsdóttir, 2, sæti B-lista, 27 útstrikanir, 0,4%
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 2. sæti D-lista, 11 útstrikanir, 0,3%
Ragnar Sigurðsson, 4. sæti D-lista, 20 útstrikanir, 0,5%
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 1. sæti M-lista, 13 útstrikanir, 0,6%
Logi Már Einarsson, 1. sæti S-lista, 12 útstrikanir, 0,5%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.