Sérkennileg norðurljós í Hallormsstaðaskógi

Þeir sem búa í Hallormsstaðaskógi og nágrenni gátu séð norðurljósinn aðfararnótt sunnudagsins. Voru þau óvenjuskær miðað við árstíma og nokkuð sérkennileg í laginu.

Myndin sem fylgir hér með er tekin af Andrezj Tazz, pólskum starfsmanni Hótels Hallormsstaðar um miðnættið. Yfirleitt sveiflast norðurljósin í mjúkum sveipum en þessi á myndinni eru kassalaga.

Fáir ferðamenn voru á hótelinu og vart að hugsa um norðurljós enda hefst hefðbundið norðurljósatímabil ferðamanna hérlendis ekki fyrr en nær dregur október. Raunar eru litlar líkur á slíkri ferðamennsku í ár sökum COVID.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar