Pólska listahátíðin Vor hefst í dag

Pólska lista- og menningarhátíðin Vor/Wiosna verður opnuð í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum klukkan 18:00 í dag, föstudag.

Fjallað er um málið á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Þar segir að dagana 18.- 28. ágúst yfirtaka pólskir listamenn Sláturhúsið. Hátíðin átti upphaflega að fara fram í vor en sökum COVID var ákveðið að fresta henni þar til nú.

„Nafnið fékk þó að halda sér þar sem orðið "vor" er lýsandi fyrir hugmyndafræðina á bakvið hátíðina,“ segir á heimasíðunni.
Á hátíðinni koma eingöngu fram eða verða sýnd verk eftir pólskt listafólk sem búsett er á Íslandi.

Þeir myndlistamenn sem sýna eru: Agnieszka Sosnowska, Hubert Gromny, Anna Pawlowska, Lukas Bury, Grzegorz Łoznikow, Anna Story, Magdalena Lukasiak, Staś Zawada og Wiola Ujazdowska sem jafnframt er sýningarstjóri.

Síðar um kvöldið verður boðið upp á pólska tónlist í Sláturhúsinu og fyrr um daginn er bæði jóga og málverkasmiðja í boði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.