Kviknaði í rafstreng undir Lagarfljótsbrú

Eldur kviknaði í rafstreng sem liggur í brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, um klukkan hálf tvö í dag. 

Lögregla og slökkvilið komu fljótt á staðinn auk þess sem fengin var aðstoð frá slöngvibát frá Egilsstaðaflugvelli sem sprautaði á eldinn af fljótinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um talsverðan eld að ræða. Slökkvistarf stendur enn yfir. Skemmdir hafa ekki verið metnar en samkvæmt upplýsinum frá Vegagerðinni þurfti að gera gat í akbrautina til að komast að eldinum. 

Umferð yfir brúna stöðvaðist meðan tökum var náð á eldinum en var um klukkan tvö hleypt á eftur undir stjórn lögreglu. Framhaldið verður metið þegar slökkvistarfi lýkur að fullu og skemmdirnar hafa verið skoðaðar.

Sjónarvottar sáu við ljósan reyk frá brúnni fyrst, en hann varð síðan meiri og dekkri. Ekki er vitað hvað varð til þess að eldur kviknaði út frá strengnum.

lagarfljotsbru reykur abh

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.