Ritan kemur með vorið til Borgarfjarðar

Ritan er komin til Borgarfjarðar en heimamenn telja hana hin eina sanna vorboða þar. Nokkur hundruð fugla eru þegar mættir.


„Þegar hún byrjar að öskra er komið vor,“ segir Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps.

Ritan er fyrstu farfuglinn sem kemur til Borgarfjarðar á ári hverju. Hún kemur gjarnan þriðju vikuna í febrúar og eftir því sem Austurfrétt kemst næst kom hún að þessu sinni í Hafnarhólmann þann 17. febrúar. Þar eru hennar aðalheimkynni en ritan heldur einnig til í Kiðubjörgum og í klettum við þorpið.

Ritan fer síðan aftur um mánaðarmótin október/nóvember og heldur til um 350 mílum frá Nýfundnalandi á veturna.

Ljósmyndari og áhættufréttamaður: Birkir Björnsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.