Rjúpnaskytta ökklabrotnaði á veiðum
Karlmaður er ökklabrotinn eftir að hafa runnið niður fjallshlíð við rjúpnaveiðar á föstudag. Lögreglan hefur haft eftirlit með skyttum sem verið hafa með allt sitt á hreinu.Atvikið átti sér stað í Fljótsdal á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun maðurinn hafa runnið til í bratta í svokölluðum Hölknárbotnum með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði.
Björgunarsveitirnar Jökull og Hérað voru kallaðar út til aðstoðar ásamt sjúkraflutningafólki frá Egilsstöðum, fóru upp í fjall til að búa um manninn og komu honum niður á veg í sjúkrabíl sem fór með hann á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Lögreglan hefur síðustu daga sinnt eftirliti með rjúpnaskyttum og athugað hvort ekki sé allir með þau leyfi og réttindi sem krafist er. Ekkert athugavert hefur þar komið upp.