Rúta með ferðamönnum lenti aftan á snjóplóg

Björgunarsveitir eru á leiðinni í Víðidal á Fjöllum þar sem rúta með erlendum ferðamönnum ók aftan á snjómoksturstæki á þriðja tímanum í dag. Enginn mun vera alvarlega slasaður eftir slysið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunin á Egilsstöðum er enginn lífshættulega slasaður en tilkynnt var um slys á einum farþega og um fimm sem meiðst hafi minniháttar. Almennt hafi allir það þokkalega.

Um borð í rútunni voru 25 ferðamenn frá Tævan. Búið er virkja almannavarnir og aðgerðastjórnir. Verið er að undirbúa fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum og þangað er von á fólkinu í kvöld.

Björgunarsveitir af Norðausturlandi eru á leiðinni á staðinn. Nánari upplýsinga er von þegar þær verða komnar.

Aðstæður á leiðinni eru mjög erfiðar. Bæði björgunarsveitarbílar og sjúkrabíll hafa farið út af á leið á slysstað en engin frekari slys hafa orðið á fólki.

Vegagerðin er búin að loka veginum. Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að hugsa sig tvisvar um áður en farið er af stað en færð er víða vond á Austurlandi, hált, hvasst og blint.

Mynd úr safni. Mynd: Nikulás Bragason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.