Skip to main content

Samfylkingin fundar á Eskifirði í kvöld

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2010 10:28Uppfært 08. jan 2016 19:21

Samfylkingin stendur fyrir fundi á Eskifirði í kvöld. Framsögumenn eru þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.

 

Image„Fundaferðin ber yfirskriftina samstaða um endurreisn en það er eitt af stóru verkefnunum að vinna að samstöðu landsmanna um endurreisn og bætt og betra samfélag,“segir í tilkynningu. „Einn veigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins er að ná endum saman í ríkisfjármálum, án þess að ganga hart að velferðarkerfinu og þeim sem veikast standa og helst þurfa því á stuðningi þess að halda. Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir ýmis konar úrræðum sem nýst hafa fjölskyldum og einstaklingum í kjölfar efnahagshrunsins, auk þess hefur verið unnið að stefnubreytingu á fjölmörgum sviðum svo sem í skattamálum, umhverfismálum og sjávarútvegsmálum. Þá hefur ríkisstjórnin unnið jafnt og þétt að mikilvægum verkefnum í atvinnumálum, verkefnum sem munu vega þungt í endurreisninni.“

Fundurinn hefst í Slysavarnarhúsinu klukkan 20:00