Sigmundur Davíð fluttur að austan

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, er fluttur frá Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði þar sem hann hefur haft lögheimili sitt undanfarin fjögur ár. Sigmundur er nú skráður til heimilis á Akureyri.

Samkvæmt þjóðskrá er Sigmundur nú skráður til heimilis í Aðalstræti 6 á Akureyri, beint á móti Brynjuís. Það er eitt af elstu húsum Akureyrar, byggt árið 1845. 

Þar er einnig lögheimili Miðflokksins, stjórnmálaaflsins sem Sigmundur Davíð stofnaði í haust og veitir nú forustu.

Sigmundur flutti síðast lögheimili sitt fyrir kosningarnar 2013 og hefur síðan verið skráður til heimilis að Hrafnabjörgum 3. Á sama tíma flutti Sigmundur sig í Norðausturkjördæmi.

Sá flutningur hefur löngum verið umdeildur, meðal annars út frá lögum um lögheimili. Skráningin var kærð í haust, meðal annars til sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem taldi það ekki í sínum verkahring að láta málið til sín taka.

Sigmundur Davíð hefur annars að mestu hafst við í Garðabæ undanfarin ár þótt hann hafi haft lögheimili sitt eystra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.