Skora á Alcoa að aflétta verkbanni

AFL Starfsgreinafélag hefur sent forstjóra Alcoa á heimsvísu áskorun um að falla frá verkbanni og ganga til samninga við verkalýðsfélag í verksmiðju þess í Kanada.

Um eitt þúsund starfsmenn í álverksmiðju sem er í eigu Alcoa og Rio Tinto í Bécancour í Quebec í Kanada hafa verið í verkbanni frá 11. janúar.

Fyrir jól slitnaði upp úr viðræðum milli verkalýðsfélags starfsmannanna, Local 9700 og álverksmiðjunnar. Kröfur verkalýðsfélagsins snúa meðal annars að réttindum sem tengjast starfsaldri og lífeyrisréttindum.

AFL er aðili að alþjóðasamtökunum IndustriALL sem eru regnhlífarsamtök 50 milljóna starfsmanna í framleiðslugreinum í 140 löndum.

Stjórn AFLs tók málið fyrir á stjórnarfundi í síðustu viku og fól framkvæmdastjóra að skrifa forstjóra Alcoa bréf.

Í bréfinu er skorað á Alcoa að beita sér fyrir því að verkbanninu verði afturkallað og sest við samningaborðinu. AFL lýsir yfir stuðningi við lögmætar kröfur Local 9700 og trú á að deiluaðilar nái að gera sanngjarnan samning sem fyrst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.