Snjóflóðin sjást þegar birtir til fjalla

Dregið hefur úr snjóflóðahættu á Austfjörðum. Vitað er um nokkur flóð sem fallið hafa undanfarinn sólarhring. Mikið hefur bætt á snjóinn í dag og í gær.

Í nýrri spá frá ofanflóðadeild Veðurstofunnar sem birt var seinni partinn í dag hefur hættustig vegna snjóflóða á svæðinu verið lækkað.

Flóð eru smá saman að koma í ljós en lítið hefur sést til fjalla. Vitað er um snjóflóð sem féllu úr Strandatindi utan við Seyðisfjörð en ekki hafa borist fregnir af fleiri flóðum.

Ekki hefur gefist tækifæri til að kanna stöðugleika nýja snævarins. Fólki er ráðlagt að fara með gát í bröttum brekkum, einkum í meira en 500 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem hiti hefur verið undir frostmarki.

Líklegt er að snjórinn sé enn óstöðugur í bröttum brekkum en vera kann að hann hafi styrkst í neðri hluta fjalla vegna þess hve blautur hann var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.