Snúið við rétt fyrir lendingu

Flugvél Air Iceland Connect, sem lenda átti á Egilsstöðum á níunda tímanum í morgun, var snúið við rétt fyrir lendingu vegna ókyrrðar.

„Það er ekki mjög algegnt að það verði mikil ókyrrð í kringum Egilsstaði en það getur þó komið fyrir,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins.

Farþegar sem biðu í brottfararsal flugstöðvarinnar sáu margir hverjir þegar vélin kom fyrir ofan flugvöllinn en hélt svo á brott.

Vélin lenti í Reykjavík klukkan hálf tíu. Athugun er aftur með flug austur klukkan 10:30. Heldur hefur bætt í vind á Egilsstöðum síðan í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar