Spá allt að 27 stiga hita á Egilsstöðum í dag
Reikna má með að hitinn á Egilsstöðum og nágrenni fari í allt að 27 stig í dag gangi veðurspár eftir. Á hitakorti Veðurstofunnar segir að hitinn á hádegi verði 24 stig, Evrópska veðurstofan reiknar með allt að 27 stiga hita og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni á mbl.is að allt að 30 stiga hiti sé í kortunum.
„Á fimmtudaginn fer kröftug lægð til austurs nokkuð fyrir norðan land. Henni fylgir bæði vindur og úrkoma - og e.t.v. verður mjög hlýtt um stund um landið austanvert. Þetta gengur hratt hjá, en kerfið er nægilega öflugt til þess að nokkuð spennandi verður að fylgjast með atburðum í kjölfarið,“ segir Trausti á blogginu.
Sem fyrr segir eru hitatölurnar nokkuð misjafnar eftir spám en allar reikna þær með að hitinn verði mikill, a.m.k. um og uppúr hádeginu. Á veðursíðunni blika.is sem Einar Sveinbjörnsson heldur út er fjallað um spá evrópsku veðurstofunnar undir fyrirsögninni „Of gott til að vera satt“. Þar segir m.a. að hæsti hitinn í sumar, mældist 25 stig á Egilsstöðum í fyrradag. Spurning sé hvort hann slá e.t.v. í 27 stig á Austfjörðum í dag.
Trausti segir að hitaspáin byggi á því sem er að gerast í háloftum.og spár um hámarkshita í mannheimum séu lægri og trúlega raunsærri. „En miði er möguleiki - eins og sagt er,“ segir Trausti.